Fara í efni

Fasteignaeigendur í Kjós

Deila frétt:

Núna er hafið það verkefni hjá Kjósarhrepp að hnitasetja allar rotþrær í sveitarfélaginu. Kjósarhrepp var úthlutað þrem störfum fyrir námsmenn á vegum Vinnumálastofnunar. Þetta sumarið sóttu þrír um og allir fengu starf  sem sóttu um. En það eru þau Kjalar á Klörustöðum, Alexandra í Káranesi og Snorri á Morastöðum.  

Fasteignaeigendur eru vinsamlegast beðnir um að merkja rotþrærnar vel þannig að krakkarnir eigi auðveldara með að finna þær.

Fyrsta svæðið sem þau hnitasetja er Eilífsdalurinn.