Fara í efni

Ferðaþjónustubændur bjóða heim

Deila frétt:
Bryggjuhátíð og hamborgaraveisla

 

Sunnudaginn 10. júní er boðað til bryggjuhátíðar hjá ferðarþjónustunni í Eyrarkoti í Kjós. Allir bátaeigendur eru hvattir til að mæta og sjósetja báta sína. Boðið verður uppá stuttar bátsferðir, sjósund og hjólabáta. Húsið og salurinn verða opin í tengslum við opið hús hjá ferðaþjónustu bænda. Boðið er uppá kaffi og létt meðlæti og fólk er velkomið að skoða sig um á staðnum.

Úrvals grillaðir hamborgarar frá Matarbúrinu á Hálsi verða til sölu.

 

Á Hjalla verður opið hús og veitingar. Veitingarskálinn Kaffi Kjós verður að venju opin en hjólabátarnir  eru í þeirra boði.

 

Öll bryggjudagskráin miðast við að það verði gott veður en opið verður í húsi og sal í Eyrarkoti hvernig sem viðrar. Húsið er opið frá. Kl 13 - 17 en bryggjufjörið er frá 14 - 17.