Firmakeppni hjá Adam
19.04.2010
Deila frétt:
Jæja, þá er komið að því að skyrpa úr hófunum, og nú á Hvalfjarðareyrinni! Hestamannafélagið Adam heldur árlega firmakeppni sína á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. n.k. kl. 14. Nú mætum við öll niður á Hvalfjarðareyri, þar sem afmörkuð hefur verið frábær braut. “Hann Gvendur á Eyrinni var gamall skútukarl, sem gulan þorskinn dró, hann kaus heldur svitabað en kvennafar og svall ” ! Já skrítinn karl það- Sjáumst á Eyrinni. Þáttökugjald kr 1000 fyrir félagsmenn en kr 1500 fyrir aðra.
Adamsfélagar og aðrir sveitungar, koma nú vera með og fagna sumarkomunni.
Stjórn Adams