Firmakeppni- Bæjarkeppni Adams.
Hestamannafélag Kjósverja, Adam, heldur firmakeppni hinn 1. maí næst komandi. Ákveðið hefur verið að gera keppnina að einskonar bæjarkeppni. Félagið stefnir að því að nota keppni þessa til fjáröflunar, líkt og öll önnur hestamannafélög gera. Á næstunni eiga Kjósverjar von á heimsókn frá félögum í Adam, sem munu reyna að fá sem flesta til að taka þátt í þessari bæjarkeppni félagsins.
Þátttökugjald er kr. 5000, en inn í því er happadrættismiði í Stjörnuhappadrætti félagsins að verðmæti 2500 kr. Adam safnar nú peningum til að klára keppnisvöll, en aðstöðuleysi hamlar mjög starfsemi félagsins. Dregið er úr potti um það fyrir hvaða bæ hver keppandi keppir.
Við vonum að sem flestir bæir taki þátt og styðji þannig við verkefni okkar.
Stjórn Adams.
p.s. hópreið sem fyrirhuguð var þann 28 n.k. hefur verið frestað vegna slæms veðurútlits. Hópreið verður auglýst síðar, en stefnt er á að fara í maí.