Fara í efni

Fjármaðurinn Per Olaf leitar fjár

Deila frétt:

Mikið hefur verið rætt um Norska þingmanninn Per OlafLundteigen vegna hugmynda hans að lána Íslandi stórt norskt lán. Per er búfræðimenntaður og rekur fjölskyldubú í Noregi. Hann var á Íslandi sl. vetur og heimsótti m.a. bóndabæ í Kjósinni. Meðfylgjandi mynd er úr blaðinu Nationen í Noregi við það tækifæri. Hvort Per sé umvafinn lánsfénu á myndinni þá er það ólíklegt því sem búfræðingur veit hann að ekki tjóir að leita ullar í geitarhúsi.