Fara í efni

Fjórir daga í þorrablót Kvenfélagsins

Deila frétt:

Sérstök athygli er vakin á því að á komandi þorrablóti verða ekki seldir áfengir drykkir í Félagsgarði eins og búið var að auglýsa. Ástæðan er sú að salan á barnum hefur dregist verulega saman undanfarin ár.  Leyfisgjöldin hafa farið stöðugt hækkandi og að vandlega hugsuðu máli hefur kvenfélagið tekið þá ákvörðun að bjóða ekki upp á sölu á áfengum drykkjum á þorrablótinu í ár. Einungis er verður boðið upp á óáfenga drykki til sölu.

Sveitungar eru beðnir velvirðingar á þessari síðbúnu breytingu.

Kvenfélag Kjósarhrepps