Fjórir dagar til þorrablóts
22.01.2013
Deila frétt:
Undirbúningur þorrablótsins er síðan ekki veigaminna mál en sjálft blótið. Þrotlausar æfingar skemmtiatriða hafa staðið yfir svo vikum og mánuðum skiptir, skemmtinefndin sjést ekki heima hjá sér nema endrum og sinnum á þeim tíma og varla í vinnunni heldur. Sviðsvinna, búningasaumur og textagerð er stórfellt verkefni og heilt ævintýri mun það vera þegar venjulegur jón út í bæ umbreytist í einni svipan í knáan textasmið eða brestur í undurfagran söng eða dans öllum að óvörum. Slík vináttubönd myndast oft í þorrablótsnefndum að þau fá ekkert brotið.