Fara í efni

Fjölgun grunnskólabarna í Kjósinni

Deila frétt:

Börnum á grunnskólaaldri fjölgar ár frá ári. Nú, í þessum skrifuðum orðum, eru 28 börn með lögheimili í Kjósinni sem sækja grunnskóla í önnur sveitarfélög. Reyndar stefndi í að þau yrðu 30 í upphafi skólaárs en tvö fluttu heimili sitt norður í land í lok ágúst. 22 börn sækja skóla í Kléberg og þurfa nú báðir bílarnir að aka þangað með börnin.

 

Í upphafi árs stefndi í að börn á leikskólaaldri yrðu 8 en í vor fluttu 2 af þeim lögheimili sitt úr sveitarfélaginu. Þannig að nú eru 6 börn úr Kjósinni sem sækja leikskóla í annað sveitarfélag.