Fara í efni

Fjallskil í Kjósarhreppi

Deila frétt:

Fjallskilaboð í Kjósarhreppi 2013.

 

Fjallskil í Kjósarhreppi til lögrétta verða tvær í Kjósarhreppi á þessu hausti og verða á eftirgreindum dögum í Kjósarrétt.

1.   rétt verður sunnudaginn 22. september kl. 15,00

2.   rétt verður sunnudaginn 13. október kl. 15,00

Samkvæmt 39. grein fjallskilalaga frá 1986 er hver bóndi skyldur að smala heimaland sitt á haustin samhliða leitum(fjallskilum), ef sveitarstjórn mælir svo fyrir. Sama gildir um eigendur/ábúendur jarða og eyðibýla, þó þeir eigi þar ekki fjárvon. Koma síðan öllu óskilafé til lögréttar, sveitarsjóði að kostnaðarlausu.

Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal sér um smölun á landi Stóra-Botns, sunnan varnargirðingar.

Réttarstjóri í Kjósarrétt verður Guðbrandur Hannesson, Hækingsdal.

Marklýsingarmenn í Kjósarrétt verða Hreiðar Grímsson Grímsstöðum og Dóra S. Gunnarsdóttir Hækingsdal.

Í útréttir fara eftirtaldir:

1.   Þingvallarétt  Helgi Guðbrandsson

2.   Þingvallarétt  Hreiðar Grímsson

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps

 

Fjáreigendur eru vinsamlegast beðnir um að halda fé sínu heima eftir seinni fjallskil og  halda hrútum og ógeltum hrútlömbum í fjárheldum hólfum eftir  20. október 2013.