Fjallskilaboð í Kjósarhreppi 2012.
Fjallskil í Kjósarhreppi til lögrétta verða tvær í Kjósarhreppi á þessu hausti og verða á eftirgreindum dögum í Kjósarrétt.
1. rétt verður sunnudaginn 16. september kl. 15,00
2. rétt verður sunnudaginn 7. október kl. 15,00
Samkvæmt 39. grein fjallskilalaga frá 1986 er hver bóndi skyldur að smala heimaland sitt á haustin samhliða leitum(fjallskilum), ef sveitarstjórn mælir svo fyrir. Sama gildir um eigendur/ábúendur jarða og eyðibýla, þó þeir eigi þar ekki fjárvon. Koma síðan öllu óskilafé til lögréttar, sveitarsjóði að kostnaðarlausu.
Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal sér um smölun á landi Stóra-Botns, sunnan varnargirðingar.
Réttarstjóri í Kjósarrétt verður Guðbrandur Hannesson, Hækingsdal.
Marklýsingarmenn í Kjósarrétt verða Hreiðar Grímsson Grímsstöðum og Dóra S. Gunnarsdóttir Hækingsdal.
Í útréttir fara eftirtaldir:
1. Þingvallarétt Helgi Guðbrandsson
2. Þingvallarétt Hreiðar Grímsson
Hreppsnefnd Kjósarhrepps
Fjáreigendur eru vinsamlegast beðnir um að halda fé sínu heima eftir seinni fjallskil og halda hrútum og ógeltum hrútlömbum í fjárheldum hólfum eftir 20. október 2012.
Að gefnu tilefni er vert að minna smala á að þurfi þeir að fara inn á land annara jarða til smölunar, að biðja vinsamlegast um leyfi ábúenda áður en farið er af stað. Einnig að loka aftur hliðum, ef komið er að þeim lokuðum.
Smalar eru einnig beðnir um að smala ekki á vélknúnum faratækjum þar sem land er viðkvæmt.