Fara í efni

Fjallskilaseðill í Kjósarhreppi 2008

Deila frétt:

 Lögréttir verða í Kjósarhreppi haustið 2008 á eftirfarandi dögum í Hækingsdal:

 

1. lögrétt sunnudaginn 21. september kl.16.00

2. lögrétt sunnudaginn  12. október kl.16.00°

 

Réttarstjóri er skipaður Guðbrandur Hannesson og marklýsingarmenn, Hreiðar Grímsson og Helgi Guðbrandsson allir á báðum réttum.

 

Guðbrandur Hannesson hirðir fé úr Þingvallarétt fyrri og Hreiðar Grímsson úr þeirri síðari.

Guðbrandur Hannesson sér um smölun á landi Stóra-Botns sunnan varnargirðingar.

 

Hreppsnefnd beinir þeim tilmælum til sauðfjáreigenda að þeir haldi fé sínu heima innan girðinga eftir seinni réttir.

 

Sigurbjörn Hjaltason, oddviti