Folalda-og ungfolasýning
18.11.2010
Deila frétt:
Hestamennskan heldur áfram í Kjósinni. Adam í Kjós hefur ákveðið að standa fyrir folalda-og ungfolasýningu (1-3v) sunnudaginn 5 desember kl. 14 í Laxárnesi. Skráningar sendist á netfangið: bjossi@icelandic-horses.is í síðasta lagi þriðjudaginn 30. nóvember eða í síma: 893-1791. Skráningum þurfa að fylgja upplýsingar um nafn, uppruna, lit og aldur. Skráningargjald er kr. 2000 fyrir folöld og kr. 3000 fyrir ungfola. Dómari verður Magnús Lárusson.
Ath. Laugardaginn 4 desember, er hin árlegi jólamarkaður í Kjósinni og því upplagt að taka helgina frá gera hana að „jóla-Kjósarhelgi“.
Stjórn Adams