Folaldasýning Adams
11.12.2009
Deila frétt:
Kjósverjar; Folaldasýning Adams er á morgun, laugardaginn 12 desember, kl. 13, í Boganum á Þúfu. Alls eru skráð 21 folald, svo víst er að það verður mikið fjör. Heitt á könnunni og jólapiparkökur. Hinn þjóðkunni fyrrverandi hrossaræktarráðunautur; Kristinn Hugason mun dæma og þenja eitt fullkomnasta gjallarhorn landsins.
Mætum með jólaskapið.
Stjórn Adams