Folaldasýningu frestað um viku.
28.11.2011
Deila frétt:
Folaldasýningin sem átti að vera þann 4 desember, er frestað til laugardagsins 10. desember.
Sýningin hefst stundvíslega kl.13. í Boganum á Þúfu.
Skráningar sendist á bjossi@icelandic-horses.is eða í s: 895-7745, ekki seinna en 8. desember.
Nóg er að senda IS-númer folalds við skráningu. Ef ekki er búið að skrá folald í WF þá þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram: Nafn folalds - nöfn og uppruni föður og móður - litur- nafn ræktanda og eiganda.
Skráningargjald er kr. 1500 fyrir hvert folald og greiðist á staðnum í seðlum.
Fimm efstu folöld í hvorum flokki verðlaunuð, sem og athyglisverðasta folaldið í eigu Adamsfélaga.