Forsetaframbjóðandi heimsækir Kjósina
08.04.2016
Deila frétt:

Einn frambjóðenda til embættis forseta Íslands, Hrannar Pétursson, verður gestur á heimili þeirra hjóna Rebekku Kristjánsdóttur og Magnúsar I Kristmannssonar, að Stekkjarhóli í Kjós, laugardaginn 9. apríl n.k.
Af því tilefni bjóða hjónin í kaffi og kleinur milli kl. 12 og 14.
Heimboðið er fyrir alla þá er vilja spjalla um forsetakosningarnar framundan, kjörið tækifæri til að hitta Hrannar, eiga spjall við hann um hans helstu stefnumál og framtíðarsýn.
Rebekka og Magnús verða að sjálfsögðu á staðnum og vonast til að sjá sem flesta að Stekkjarhóli.
Allir hjartanlega velkomnir.