Fara í efni

Frá aðalfundi Búnaðarfélagsins

Deila frétt:

Aðalfundur Búnaðarfélags Kjósarhrepps var haldinn í gærkvöldi. Siguþór Gíslason formaður setti fundinn og sagði frá starfinu sl ár. Ólafur Helgi Ólafsson gjaldkeri  las upp reikningana félagsins og voru þeir samþykktir.

Stjórnin var endurkosin.                                                                                                    

Viðurkenningar  voru veittar fyrir afurðahæstu kúna og hæst dæmda kynbótahrossið í eigu félagsmanna fyrir árið 2013.

Viðurkenningu fyrir afurðahæstu kúna fékk Finnur Pérursson fyrir Glætu 241 frá Káranesi en hún hafði mjólkað á árinu 10.452 l.

Viðurkenningu fyrir hæst dæmda kynbótahrossið fékk Guðný G Ívarsdóttir fyrir hryssuna Tálbeitu frá Flekkudal sem fékk í aðaleinkunn 8.21