Fara í efni

Frá aðalfundi veiðifélagsins

Deila frétt:

Aðalfundur veiðifélags Kjósarhrepps fór fram í Veiðihúsinu við Laxá í síðustu viku.

 

Fram kom í skýrslu stjórnar að á síðasta ári veiddust 1300 laxar og 70 sjóbirtingar í Laxá og Bugðu. Mikil og góð framleiðsla er á seiðum frá klakstöðinni í Brynjudal en eingöngu er kreistur laxfiskur af Laxársvæðinu sem síðan er sleppt á það svæði aftur, gerist ekki betra.

 

Endurnýjun er hafin á gamla veiðihúsinu sem er orðið 40 ára gamalt, markmiðið er að taka fyrir tvö herbergi á ári, næstu árin.

 

Samþykktur var nýr leigusamningur við Hreggnasa ehf. fyrir árin 2014-2018 en leigutaki leigir allan rétt til stangaveiða í Laxá í Kjós, Bugðu og Meðalfellsvatni.  Hreggnasi ehf. hefur einnig tekið Brynjudalsá á leigu.

 

Stjórn veiðifélagsins skipa nú:                                                                 

Ólafur Þór Ólafsson Valdastöðum formaður, Guðmundur Magnússon Káraneskoti, Sigurþór Gíslason Meðalfelli, Óðinn Elísson Klörustöðum og Einar Guðbjörnsson Blönduholti.                                                      

Til vara: Helgi Guðbrandsson Hækingsdal og Sigurður Guðmundsson Flekkudal.