Fara í efni

Frá umhverfis-og ferðamálanefnd Kjósarhrepps

Deila frétt:
Kjósarkort

Nefndin er allmennt ánægð með hvernig til tókst í gerð Kjósarkorts, verkið er ekki fullkomið og vitað er nú þegar um nokkrar villur.  Hafa nokkrir aðilar haft samband við nefndina og bent á hluti sem betur mætti fara, verður þessum ábendingum haldið til haga.  Nefndin lítur á þetta verk sem mikilvægan grunn að áframhaldandi starfi. Gætt hefur ákveðins misskilnings og halda sumir að þetta sé örnefnakort eða göngukort, nefndin leggur áherslu á að þetta er heildar kort af Kjósarhrepp, þar sem helstu kennileiti og staðir eru merktir inn en að sjálfsögðu kemst ekki allt inn á svona kort , en kortið getur svo nýst til gerðar sérkorta eins og til dæmis örnefna, göngu, reiðleiða og fl.  Við gerð kortsins lá það frammi til skoðunar á skrifstofu Kjósarhrepps í talsvert langan tíma og var það auglýst, þannig að allir sem áhuga höfðu gátu komið sínum ábendingum á framfæri og þökkum við þeim sem það gerðu.

Þeir sem vilja koma ábendingum til nefndarinnar er bent á að senda þær til :

Birna Einarsdóttir ,

 Hjalla, Kjós ,

 270 Mosfellsbær.

 Eða á netfangið birnae@hive.is