Fara í efni

Fræðslufundur með landsráðunautnum.

Deila frétt:

Hestamannafélagið Adam stendur fyrir fræðslufundi þriðjudaginn 17. nóvember kl. 20 í Ásgarði. Gestur fundarins er Guðlaugur Antonsson, landsráðunautur í hrossarækt.  Hann mun fara vítt og breitt um hrossaræktina, kynbótadóma og komandi Landsmót. Hér er kærkomið tækifæri fyrir áhugafólk um hrossarækt og ómissandi fundur fyrir þá sem stefna á að fara með hross í kynbótadóm.

Aðgangseyrir aðeins kr. 500 fyrir Adamsfélaga, en kr. 1000 fyrir aðra gesti.

Hestamenn;  mætum og eigum fróðlega og skemmtilega kvöldstund saman.

Stjórn Adams.