Fræðslukvöld með Ingimari Sveinssyni, kennara og fræðara.
26.11.2011
Deila frétt:
Hestamannafélagið Adam stendur fyrir fræðlufundi með hinum kunna fræðimanni; Ingimari Sveinssyni, fimmtudagskvöldið 8. desember, í Ásgarði kl. 20.
Ingimar stundaði háskólanám í búvísindum í Bandaríkjunum og er fyrrverandi bóndi. Hann hefur einnig stundað kennslu við LBH að Hvanneyri. Ingimar er mjög vinsæll fyrirlesari og mikilsvirtur fræðimaður.
Við hvetjum Kjósverja, bændur, hestamenn og sérstaklega yngri kynslóðina að mæta á fundinn.
Ingimar mun halda erindi og síðan svara fyrirspurnum fundargesta. Hann mun m.a. fjalla um fóðrun og hin ýmsu bætiefni. Þess má geta að nýlega kom út bókin „Hrossafræði Ingimars“, sem hefur hlotið mjög lofsamlega dóma.
Aðgangseyrir er kr. 1500.
Tökum fimmtudagskvöldið þann 8. desember frá. Þetta er einstakt tækifæri fyrir bændur og hestaáhugafólk. Meðfylgjandi mynd var tekin af Ingimari þegar hann var heiðraður nýlega af Hrossaræktarsambandi Vesturlands.
Stjórn Adams.