Frétt úr Viðskiptablaðinu
26.08.2010
Deila frétt:
26. ágúst 2010, 11:16 - Tveir synir stólpahryssunnar Pyttlu frá Flekkudal eru í úrslitum í fimmgangi á Íslandsmóti fullorðinna, sem nú fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði. Það eru stóðhestarnir Glymur 7 vetra (8,52), undan Keili frá Miðsitju, og Frægur 8 vetra (8,04), undan Gusti frá Hóli. Knapi á Glym er Hinrik Bragason en á Frægum Sólon Morthens. Pyttla er undan Adam frá Meðalfelli og Drottningu frá Stóra-Hofi, Náttfaradóttur frá Ytra-Dalsgerði.