Frétt tekin af síðu MAST
03.04.2012
Deila frétt:
Matvælastofnun barst þann 19. maí 2011 erindi frá ábúanda á Kúludalsá í Hvalfirði með ósk um rannsókn á veikindum hrossa á bænum með tilliti til mengandi efna frá útblæstri iðjuveranna á Grundartanga.
Matvælastofnun hefur nú í samvinnu við Tilraunastöðina á Keldum lokið þeirri rannsókn:
1. Skoðun á hrossunum á Kúludalsá 22. ágúst 2011
2. Rannsóknir á líffærum þriggja hrossa frá Kúludalsá sem slátrað var á Hvammstanga 24. júní 2011:
• Stórsæ skoðun á líffærum, þ.m.t. tönnum
• Vefjaskoðun á líffærum
• Röntgenskoðun á hófum og leggjum
• Mælingar á flúor í beinvef (Nýsköpunarmiðstöð Íslands)
• Mælingar á þungmálmunum blýi, kadmín og kvikasilfri í lifur (Matís)
|
|