Fara í efni

Fréttir af borun

Deila frétt:

Þann 5. mars var hola MV-24 boruð niður í um 1010 m dýpi. Þá var stangalengja hífð og mældur hitaprófíll  í opinni holu. Gert hafði verið ráð fyrir að hugsanlegar æðar mundu sjást sem kælipunktar því notað hefur verið ískalt skolvatn við borunina en það leitar inn í æðarnar meðan borað er. Hitamælingin frá 5. mars sýndi að hiti á 292 m dýpi hafði náð 80°C á þeim stutta tíma, sem tekið hafði að hífa upp stangirnar.  Þar neðan við var holan verulega kæld allt niður undir botn en hiti á 1000 m dýpi var þó 100°C. Vatnsrennsli ekki mikið.

 

Ákveðið var að halda áfram borun niður í ca 1300m. Í gær 12. mars  var borinn kominn niður í rúma 1200m og var þá ákveðið  að taka stangalengjuna  upp og stefnt á að hitamæla síðan holuna aftur á mánudaginn þann 17. mars.  Bíða margir spenntir eftir niðurstöðu þeirrar mælingar.