Fréttir af borun eftir heitu vatni í KJósinni
07.04.2014
Deila frétt:
Loksins er biðin á enda eftir að hætt var að bora á um 1583 metrum. holan skilaði þá ca. 5 l.sek tæplega 100 gráðu heitu vatni, sjálfrennandi eftir að bormenn loftdældu niður á laugardaginn.
Um hádegið í gær töldu þeir að það kæmu ca 10 l. sek við loftdælingu í tæplega 300 m. Bormenn tóku sér síðan frí það sem eftir er dagsins en ætla að loftdæla eins djúpt og þeir komast á dag.