Fréttir af borun eftir heitu vatni í Kjósarhrepp
24.02.2014
Deila frétt:
Fóðring holunnar var sett niður sl. fimmtudag og steypt föst á 150 metrum. Á föstudag var byrjað að bora niður úr henni og á laugardag var búið að bora niður um 260 metra. Á sunnudag var farið rúmlega 400 metra niður.
Í morgun mánudag, um kl 8, rann ca. 1 lítri af 40 gráðu heitu vatni upp úr holunni.
Verkið hefur gengið vel og nú í kvöld um kl 21:00 er borinn kominn niður í 510 metra.
Engin breyting hefur orðið á toppþrýsingi í holu MV 19, sem er fyrri holan sem búið er að bora í landi Möðruvalla í Kjós.