Fara í efni

Frítt í veiði í Meðalfellsvatni á Kátt í Kjós

Deila frétt:

Veiðikortið og Lax ehf  bjóða frítt í veiði í Meðalfellsvatni á milli kl. 13 og 17:00 en þar veiðist bæði silungur og lax Þeir sem vilja nýta sér það geta kynnt sé upplýsingar um vatnið á veidikortið.is

Meðalfellsvatn er 2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi vatnsins er tæplega 19 m og meðaldýpi er 4,4 m. Dýpsti hluti þess er í því austanverðu en meginhluti þess er tiltölulega grunnur (2 - 4 m).