Fara í efni

Framhald hitaleitar í Kjósarhreppi

Deila frétt:

Þessa dagana er verið að bora 4 hitastigulsholur í landi Möðruvalla og Vindáss  til að finna líklegustu staðsetningu vinnsluborholu til virkjunar á heitu vatni en ráðgjafi Kjósarhrepps Kristján Sæmundsson telur víst að heitt vatn sé að finna á þessum stað .

Borað er niður á 70 m. til að mæla hitann sem þar er sem síðan er nýtt til útreiknings á væntanlegum hita neðar .

Áður höfðu verið boraðar 14 tilraunaholur á svipuðum slóðum og varð það til þess að þessi staðsetning varð fyrir valinu. Næsta skref er að láta vinna arðsemisskýrslu um hugsanlega hitaveitu í Kjós og ræðst væntanlega af niðurstöðum þeirrar skýrslu hvert framhaldið verður ,en reikna má með að skýrslan verði tilbúin snemma á nýju ári .