Framlengdur skilafrestur í samkeppni um merki Kjósarstofu
25.07.2011
Deila frétt:
Kjósarstofa hefur ákveðið að framlengja skilafrest á tillögum að merki félagsins. Tillögum skal skila til Kjósarstofu í Ásgarði, 276 Kjós, í tveimur útfærslum, í lit og í svart/hvítu, sett upp á arkir í stærðinni A4. Tillögurnar skal senda í umslagi, merktar með dulnefni. Nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi, merktu með sama auðkenni. Tillögunum skal jafnframt fylgja lýsing á merkingu þeirra og meginhugmyndum. Verðlaun í anda Kjósarinnar í boði.
Gert er ráð fyrir að innsendar tillögur verði til sýnis í Kjósarstofu laugardaginn 24. september.
Skilafrestur er til og með 15. september 2011.