Fundað um öryggismál í Kaffi Kjós
Starfshópur um öryggismál hefur haldið tvo fundi um öryggismál að undanförnu á Kaffi Kjós. Þar hafa mætt Guðmundur Davíðsson oddviti, Hermann Ingólfsson og Birna Einarsdóttir eigendur Kaffi Kjósar, Einar Tönsberg formaður sumarhúsafélagsins Hálsnesi, Karl Arthúrsson formaður sumarhúsafélagsins Norðurnesi, Páll Björgvinsson formaður sumarhúsafélagsins við Meðalfellsvatn og Ólafur J. Engilbertsson Borgarhóli.

Starfshópurinn hefur mótað eftirfarandi ályktun til að leggja fyrir íbúafund sem ráðgerður er þann 1. desember:
Í tilefni af tíðum innbrotum og hræðilegu dýraníði hér í Kjós skorar íbúafundur á sveitarstjórn Kjósarhrepps að bregðast við þessum óhæfuverkum með því að tryggja eins og kostur er öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa og dvelja í Kjósinni.