Gæðingakeppni á beinni braut við Félagsgarð
Laugardaginn 8 ágúst n.k. stendur hestamannafélagið Adam fyrir gæðingakeppni á beinni braut á flötinni við Félagsgarð –U.M. F. Dreng. Keppnin hefst kl . 14. Keppt verður í A- flokki; tölt, brokk og skeið og B-flokki; tölt og brokk. Það þarf vart að taka fram að gæðingakeppni á beinni braut er einhver skemmtilegasta keppni á hestum sem til er, bæði fyrir knapa og áhorfendur.
Keppnin er ætluð félögum í Adam og öðrum hestamönnum í Kjós.
Keppnisgjald er kr. 1000 á hverja skráningu fyrir Adamsfélaga en 1500 fyrir utanfélagsfólk. Heimilt er að keppa á eins mörgum hestum og hver kemst yfir! Skráning hefst kl. 13 á staðnum. Ath. Að hafa með ykkur seðla.
Kjósverjar; komið og takið þátt á fyrsta hestamóti sem farið hefur fram á þessu glæislega íþróttasvæði hreppsins.
Sjórn Adams.