Góð þátttaka á Aðfangamarkaði í Kjósinni
06.12.2010
Deila frétt:

Góð þáttaka var á Aðfangamarkaði jóla í Kjósinni síðasta laugardag og mikil stemming. Margar skemmtilegar og eigulegar vörur voru á boðstólum og ýmiskonar matvara beint frá býli. Fleiri hundruð manns sóttu markaðinn heim og almennt fóru menn klyfjaðir heim.