Fara í efni

Góð mæting á fyrsta bókasafnskvöldið

Deila frétt:

Góð mæting var á fyrsta bókasafnskvöldið sem var í gær. Rebekka Kristjánsdóttir kom með prjónaðar flíkur úr nýjustu prjónabók Istex "Lopi 32" og konur mættu með prjónana.

Markmið er að vera með uppákomur á bókasafnskvöldum í vetur. Hreppsnefnd ákvað á síðasta fundi sínum að opinn íbúafundur yrði á bókasafnskvöldi 14. nóvember. Það gengur ekki alveg upp en stefna verður á að opinn íbúafundur verði annað hvort 7. eða 21. nóvember á bókasafnskvöldi.