Góða veðrið fylgdi göngumönnum.
22.06.2011
Deila frétt:
Um 25 manns mættu í göngu á vegum umhverfisnefndar Kjósarhrepps þann
12. júní síðastliðinn. Gengið var frá Kiðafellsárósi eftir ströndinni og endað á að ganga um Fossárdal (hinn vestari). Umhverfisnefndin kann ekki betur en svo á umhverfi sitt að fyrr tók að flæða að heldur en áætlað hafði verið og því urðu göngumenn að snúa við og ganga til baka eftir ströndinni. Það kom þó ekki að sök í veðurblíðunni og nægur tími gafst til að fræðast um fuglalíf og jarðfræði svæðisins. Við þökkum þeim sem tóku þátt fyrir skemmtilega samfylgd og vonumst til að sjá ykkur aftur í næstu göngu nefndarinnar sem stefnt er að í ágústmánuði.