Góðan daginn Bólivía og Finnland
10.02.2009
Deila frétt:
Á degi hverjum koma gestir frá fjölda löndum, auk innlendra, inná kjos.is. Í sumum tilfellum má geta sér til um hvern er að ræða. Það er ánægjulegt að sjá hvað margir fylgjast með hvað er að gerast í Kjósinni. Það er því mikilvægt að síðan varpi góðu ljósi á hvað er um að vera í sveitinni Öll efni standa nú til þess að fjölbreyttari fréttir birtist á síðunni þar sem nokkrir einstaklingar hafa fengið aðgang til að skrifa á hana. Gaman væri líka að fá innsetningar frá lesendum síðunnar í fjarlægum löndum, en gott tækifæri er til þess undir þessum pistli. En allavega, góðar kveðjur úr Kjósinni.
SH