Ganga er þægileg og aðgengileg íþrótt sem hægt er að stunda hvar sem er. Gönguklúbburinn í Kjós heldur af stað öll mánudags- og miðvikudagskvöld frá Ásgarði kl. 20.30. Eftir gönguna er hægt að fá sér hressingu á Félagskvöldi þau kvöld sem þau eru haldin. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta!