Fara í efni

Gríptu tækifærið! Leiklsitarnámskeið í Kjósinni!

Deila frétt:

Rósa Guðný Þórsdóttir leikkona og leikstjóri stendur fyrir leiklistarnámskeiði fyrir fullorðna í Félagsgarði frá 11. - 27. mars.

Kennsla fer fram á fimmtudagskvöldum kl. 20:30 - 22:30 og laugardögum frá kl. 11:00 - 13:00. Alls 6 skipti - 12 kennslustundir.

Farið verður í ýmsar skemmtilegar leiklistaræfingar sem þjálfa einbeitni og traust. Kennd verður raddbeiting,  framsögn, upplestur og grunnatriði leiklistar.

Skemmtilegt námskeið sem eflir sjálfstraust, djörfung og hug.

Einstakt tækifæri til að láta gamlan draum rætast!

Fyrstur kemur fyrstur fær!

 

Rósa hefur um 30 ára reynslu af leiklist, bæði sem leikkona á sviði og í sjónvarpi, leikstjóri og leiklistarkennari.

Áhugasamir sensi tölvupóst á rosa@emax.is eða í síma 856-2913.

Verð kr. 26.000