Fara í efni

Hópreið Adams

Deila frétt:

Næstkomandi laugardag, 23. ágúst, verður árleg hópreið hestamannafélagins Adam.  

Lagt verður af stað stundvíslega frá Möðruvallarrétt kl. 14. Riðið verður niður Laxárbakka og endað í Miðdal, þar sem boðið verður upp á veitingar.  

 

Einhverjir munu ríða upp í rétt,  aðrir keyra hesta sína þangað. Þeir sem eiga í vandræðum með að koma hestum sínum upp í rétt, geta óskað eftir aðstoð um leið og skráð er, og við leysum málið.

 

Þeir sem hafa hug á að taka þátt í hópreiðinni, eru beðnir um að tilkynna þátttöku með því að senda sms eða hringja í 895-7745, eða senda póst á netfangið: bjossi@icelandic-horses.is  í síðasta lagi fyrir hádegi á föstudaginn.  Fjölmennum og eigum skemmtilegan dag saman.

Stjórn Adams