N.k. sunnudag, 25 ágúst, stendur hestamannafélagið Adam fyrir hópreið. Riðið verður frá Laxárnesi upp Laxárbakkaí hina nýstandsettu Möðruvallarétt.Lagt af stað stundvíslega kl. 13:30. Adam hefur staðið fyrir miklum reiðvegaframkvæmdum undanfarin ár, og nú hefur leiðin upp að rétt verið lagfærð mikið.Í réttinni bíður Adam upp á grillaða hamborgara , pylsur og gos. Þeir sem ætla að skella sér í skemmtilegan útreiðatúr eru beðnir um aðtilkynna þátttöku með pósti á bjossi@icelandic-horses.is fyrir föstudaginn24 n.k.– svona rétt til að grillmeistarinn geti tekið til hæfilegan kost.
Adam hvetur félaga sína og gesti að fjölmenna og eiga skemmtilegan dag.