Harðarkonur koma í Kjósina, allar stelpur á hestbak.
Hestakonur úr Herði ætla að koma ríðandi í Kjósina þann 8 júní n.k. þær byrja á því að ríða úr Mosó að Klörustöðum þann 8. Júní og laugardaginn 9. Júní er ætlunin að ríða frá Klörustöðum,( um hádegi) niður Laxárbakka að Miðdal,síðan er ætlunin að grilla á laugardagskvöldinu, Allar
Kjósarkonur sem treysta sér til eru beðnar að mæta á fákum sínum og fylgja Harðarkonum niður Laxárbakka og er síðan boðið í grill um kvöldið. Harðarkonur fara síðan heim sunnudaginn 10. Júní.
Kjósarkonur eru beðnar að skrá sig fyrir 5 júní á bokhald@kjos.is, eða láta vita í s. 862-4210 (Þóra) til að hægt sé að panta mat fyrir alla sem vilja.
Konur /stelpur allar nú á bak og æfa sig fyrir hina hefðbundnu kvennareið sem samkvæmt hefðinni verður væntanlega 22. eða 23. júní