Fara í efni

Hiti í mönnum vegna gallaðra matskýrslu

Deila frétt:

Björgun ehf.  kynnti frummatsskýrslu vegna efnistöku af hafsbotni í Hvalfirði á opnum fundi í Félagsgarði í þann 30. október. Forstjóri  Björgunar stjórnaði fundinum, en auk höfunda skýrslunnar voru mættir um 30 fundarmenn.

Eftir að skýrslan hafði verið kynnt var orðið gefið frjálst hófust þá þegar snarpar umræður og áleitnar fyrirspurnir og athugasemdir komu fram. Höfðu heimamenn sig kröftulega í frammi og þóttu sumum nóg um.

Það sem olli hvað mestum átökunum, var sú niðurstaða skýrsluhöfunda að efnistakan hefði ekki áhrif á fjöruborð og strandrof. Heimamönnum gekk erfiðlega að fá höfundanna að viðurkenna og skilja að uppdæling og holugröftur rétt utan við fjöruborð hefði þau áhrif að efni úr fjörunum skoluðustu í holurnar. Var þeim bent á að með einfaldri tilraun í sandkassa gætu þeir séð áhrif holugraftrar á nærliggjandi svæði og margfeldi áhrifanna ef vatni og ölduróti væri bætt við. Lærð fræði og fallegur texti breytti ekki lögmálum eðlisfræðinnar. Þá voru skýrsluhöfundar gagnrýndir fyrir að nota ekki þegar fengna reynslu af efnistökunni, sem valdið hefur gríðarlegri eyðileggingu á fjörum og lífríki auk stórfells landbrots í kjölfar þess að fjöruborð hefur lækkað við núverandi efnistökustaði.