Fara í efni

Hljómsveitin Músefjun á Kátt í Kjós

Deila frétt:

Hljómsveitin Músefjun
Mikið er um að vera á Kátt í Kjós næstkomandi laugardag. Atburðirnir fara sífellt fjölgandi og allt stefnir í að dagurinn verði frábær eins og undanfarin ár. Veðurspáin lofar mjög góðu en algjör regla hefur verið að það sé gott veður þennan dag undanfarin ár. Allir aldurshópar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, heyrúlluskreytingar,heyvagnsferðir,vörur í miklu úrvali í Félagsgarði og hið rómaða nautakjöt.Hljómsveitin Múgsefjun verður með hljómleika í Eyrarkoti og margt fleira verður í boði um alla sveit. Ef smellt er á Kátt í Kjósinni hér til hægri má nálgast bækling um alla viðburði.