Horfir vel með björgun skipsins
29.08.2008
Deila frétt:
Búið er að koma taug í skipið og snúa því uppí ölduna. Dráttarbáturinn heldur í skipið á meðan unnið er að ná akkerum upp. Köfunarþjónustan er með menn um borð ásamt einum skipsmanni. Þegar dráttarbáturinn kom á staðinn var farið að falla að og skipið farið að færast nær landi. Lítur nú vel út með björgun skipsins.