Fara í efni

Hrútasýning og lambaskoðun 2009

Deila frétt:

Sameiginleg hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós verður haldin á Kiðafelli,  sunnudaginn 4. okt. og hefst klukkan 13.00. Þar gefst bændum kostur á að fá  stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.

Þeir sem hafa hug á að nýta sér þessa þjónustu Búnaðarsamtaka Vesturlands eru beðnir að hafa samband við Guðmund í síma 896-6832.

Að lokum fer fram röðun og  verðlaunaafhending fyrir efstu hrútana,  allir eru velkomnir til að vera viðstaddir og þiggja kaffiveitingar.

Að þessu sinni verður verðlaunað sérstaklega fyrir stigahæsta mislita lambhrútinn.

 Sölukró með mislitum lömbum verður á staðnum.

 

Sauðfjárræktarfélagið Kjós

Búnaðarsamtök Vesturlands