Hreppsnefnd fundar um stöðu mála
20.10.2008
Deila frétt:
Hreppsnefnd Kjósarhrepps kom saman til aukafundar þann 20. október til að ræða stöðu hreppsins í ljósi efnahagshrunsins.
Samþykkt var að koma eftirfarandi atriðum á framfæri við íbúa og gjaldendur í hreppnum:
- Forgangsverkefni er að tryggja velferð íbúa hreppsins á komandi misserum.
- Engar breytingar til hækkunar verða gerðar á gjaldskrám ( þ.m.t. álagningu fasteignaskatts og útsvarsálagningu) fyrir næsta ár.
- Sveitarsjóður stendur vel um þessar mundir og hefur ekki tapað inneignum sínum á sveiflujafnandi sjóðum.
- Sveitarsjóður mun nýta styrkleika sinn eftir fremstu getu við þessar erfiðu aðstæður, til atvinnusköpunar og leggja þannig sitt að mörkum til að halda uppi atvinnu í landinu.