Fara í efni

Hringvöllur í fullri stærð

Deila frétt:
Í fyrra var byrjað á framkvæmdum við hringvöll í landi Litlu-Þúfu. Nú í vikunni var lokið við að gera völlinn vel nothæfan til þjálfunnar og keppni ef vill. Völlurinn er gerður samkvæmt teikningum frá LH.
Hestamannafélagið Adam hefur fengið leyfi til að nota völlinn, sem verður algjör bylting. Félagið mun þó enn leita að framtíðar svæði fyrir félagsstarfið.  Adam þakkar Einari í Blönduholti fyrir lán á traktor og vagni, bændunum í Káranesi fyrir lán á flaghefli og Meðalfellsbændum fyrir þeirra góða framlag.
Stefnt er að því að halda keppni á hinum nýja velli innan skamms.
Bestu kveðjur
Stjórn Adams.