Fara í efni

Hvalfjarðarsveit bótaskyld vegna deiliskipulags

Deila frétt:

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit til að greiða eigendum jarðarinnar Melaleitis í sama hreppi , 6.600.000 króna með vöxtum frá árinu 2005. Eigendurnir höfðuðu skaðabótamál vegna óþæginda og verðrýrnunar vegna starfrækslu svínabúsins á Melum,sem er næsta jörð. Telur dómurinn að verðgildi jarðarinnar hafi rýrnað um 20%

Samkvæmt  dómnum fellst hann  á þá niðurstöðu bæði í yfir- og undirmati að deiliskipulagið fyrir Mela vegna svínabúsins hafi rýrt verðmæti Melaleitis og verður tjónið talið sennileg afleiðing af gildistöku skipulagsins.

Að öllum málsatvikum virtum  verður því án nokkurs vafa slegið föstu að lyktarmengun frá svínabúinu gagnvart Melaleiti sé veruleg og mun meiri en almennt megi gera ráð fyrir til sveita þar sem stundaður er landbúnaður segir í dómnum.

Hvalfjarðarsveit var gert að greiða málskostnað að upphæð 1.800.000

sh