Járnmaðurinn í Kjósinni.
18.07.2016
Deila frétt:
Járnmaðurinn verður haldinn í Kjósinni laugardaginn 23. júlí 2016 og hefst kl 10:00 um morguninn. Búist við að þeir fyrstu komi í mark eftir rúma fjóra tíma og þeir síðustu skili sér eftir sjö klukkutíma.
Fyrirmyndin er Ironmannkeppnin og er keppt í þríþraut. Vegalengdin var svokölluð hálf vegalengd, eða sund 1,9 km, hjól 90 km og hlaup 21 km. Byrjunarreiturinn er við Meðalfell. Fyrst verður synt í Meðalfellsvatni, síðan hjólað inn og norður fyrir Hvalfjörð, sömu leið til baka. Hlaupið verður að Hjalla og Flekkudal , til baka að Meðalfelli.
Gera má ráð fyrir einhverjum töfum vegfarenda þessa klukkutíma meðan keppnin stendur yfir en búist er við á annað hundrað keppendum, inn- og erlendum.
HÉR má skoða þrautabrautina.