Jólaaðfangamarkaður í Félagsgarði á laugardag
01.12.2011
Deila frétt:
Hinn árlegi jólaaðfangamarkaður Kjósverja verður haldinn í Félagsgarði kl 13-17 laugardaginn 3. desember.
Í boði verða matvæli beint frá býli, handverk og önnur gjafavara.
Föndur verður fyrir börnin og kaffisala á vegum Kvenfélags Kjósarhrepps.
Verið velkomin í jólastemmningu í Félagsgarð Kjós.