Fara í efni

Jólaaðfangamarkaður í Félagsgarði laugardaginn 3. desember

Deila frétt:

Hinn árlegi jólaaðfangamarkaður Kjósverja verður í Félagsgarði laugardaginn 3. desember.

Markaðurinn verður opinn frá kl.13:00 -17:00 laugardaginn 3. desember og verður húsið opnað kl.10:30 til undirbúnings. Áhersla er lögð á að heimamenn verði þar með vörur sínar á boðstólum og eru þeir beðnir um að taka frá borð fyrir 21. nóvember með því að hafa samband við Ólaf í gsm 6987533 eða senda tölvupóst á Kjósarstofu, kjosarstofa@kjos.is og tiltaka hvaða vara verður í boði.. Öðrum en innansveitarfólki verður gefinn kostur á þeim borðum sem verða til ráðstöfunar eftir að frestur rennur út. Kvenfélag Kjósarhrepps verður með veitingasölu til fjáröflunar á markaðnum og jólaföndur verður í boði fyrir börnin.

Íbúar Kjósarhrepps eru hvattir til að nýta sé þetta tækifæri til að koma heimaframleiðslu sinni, handverki og matvælum á framfæri.