Jólatónleikar í Reynivallakirkju
11.12.2012
Deila frétt:
Laugardaginn 15. desember, kl. 16:00, heldur Hrafnkell Haraldsson tónleika í Reynivallakirkju. Hrafnkell hóf nám í klassískum gítarleik hjá Erni Viðari Erlendssyni árið 2008 og hann stefnir á að ljúka grunnstigi í vor.
Dagskráin er ekki löng, 30 mínútur, en það telst þó langt fyrir ungan nemanda en Hrafnkell er 10 ára. Hann hefur lagt mikið á sig til að skila þessum tónleikum með sóma og Kjósverjum til ánægu.
Fjölmennum og styðjum framlag Hrafnkels til menningar í sveitinni okkar.